Gráum fjölskyldubíl var stolið frá Siglufirði í nótt og var tilkynnt um stuldinn til Lögreglu. Bíllinn fannst nokkrum tímum síðar í Hafnafirði. Eigandinn hefur því afturkallað leitina, en enn er verið að fara yfir hvort einhverjar skemmdir hafi verið unnar á bílnum.

Ekki fylgdi sögunni hvort þjófurinn hefur náðst eða með hvaða hætti bíllinn hvarf.