Bikarmót SKÍ í Ólafsfirði

Bikarmót  Skíðasambands Íslands fyrir 14 ára og eldri fór fram í Ólafsfirði í gær.  Keppt var í sprettgöngu og voru aðstæður mjög góðar. Brautin var nokkuð krefjandi, brattar brekkur og krappar beygjur auk nokkurra hóla og hæða. Þegar bikarmótinu var lokið kepptu einnig 13 ára og yngri í sprettgöngu.

Í dag hefst svo keppni kl. 12:30 með barna Fjarðargöngunni og kl. 13:00 hefst svo Fjarðargangan sem er hluti af Íslandsgöngunni.

Urslit_fostud_2016