Bikarmót í skíðagöngu í Ólafsfirði og Ketilásmót

Það var mikið um að vera á Ólafsfirði í skíðagöngunni í dag. Klukkan 11:00 átti að byrja Bikarmót en það varð 30 mín. seinkun þar sem troða þurfti brautina aftur. Einnig var mikill vindur en keppendur létu það ekki á sig fá og hófst keppni kl. 11:30. Í dag var gengin skiptiganga og keppt til Íslandsmeistara í karla og kvennaflokki.

Íslandsmeistari í karlaflokki varð Vadim Gusev frá Akureyri og í kvennaflokki varð Lena Margrét Konráðsdóttir frá Ólafsfirði Íslandsmeistari.  Úrslitin í Bikarmót má sjá hér.  Úrslit úr Ketilsásmóti má sjá hér.

Að Bikarmótinu loknu var haldið Ketilásmót hjá 12 ára og yngri með frjálsri aðferð. Stuðningsmannafélagið Ketilás gaf verðlaun í mótið. Þetta kemur fram á heimasíðu Skíðafélags Ólafsfjarðar.