Bikarmót í Skíðagöngu á Ólafsfirði
Fyrsta Bikarmót SKÍ vetrarins fyrir 13 ára og eldri hófst í dag í skíðagöngu við frábærar aðstæður í Bárubraut á Ólafsfirði. Á Ólafsfirði hefur verið fínn skíðasnjór síðustu vikur og brautirnar í mjög góðu ástandi. Því miður urðu mun færri þátttakendur en reiknað var með þar sem Ísfirðingar og Hólmvíkingar komust ekki vegna ófærðar og veðurs. Aðstæður voru frábærar, logn, 2 stiga hiti og þurrt. Fjöldi fólks var mætt til að fylgjast með skemmtilegri keppni. Keppni hefst með hefðbundinni aðferð kl. 12:00 á morgun laugardaginn 14. janúar og með frjálsri aðferð sunnudaginn 15. janúar kl. 11.
Úrslit dagsins í Skíðagöngu eru hér.
Dagskráin um helgina
Laugardagur 14. janúar
Einstaklingsstart kl: 12:00 Hefðbundin aðferð
Karlar 15 km Konur 7,5 km
Piltar 17-19 ára 10 km Stúlkur 15-16 ára 5 km
Piltar 15-16 ára 7,5 km Stúlkur 13-14 ára 3,5 km
Piltar 13-14 ára 5,0 km
Sunnudagur 15. janúar
Hópstart kl. 11:00 Frjáls aðferð
Karlar 10 km Konur 5 km
Piltar 17-19 ára 7,5 km Stúlkur 15-16 ára 3,5 km
Piltar 15-16 ára 5 km Stúlkur 13-14 ára 2,5 km
Piltar 13-14 ára 3,5 km