Bifreið stolið í miðbæ Akureyrar

Í morgun barst lögreglunni tilkynning um að bifreið hafi verið stolið í miðbæ Akureyrar. Ökumaður bifreiðarinnar hafði skilið bifreiðina eftir í gangi meðan hann var að ferja inn vörur en þegar hann kom út var bifreiðin horfin.
Bifreiðin sást skömmu síðar í umferðinni og var ökumanni gefið merki um að stöðva bifreiðina sem hann gerði eftir stutta eftirför.
Eftir að hafa stöðvað bifreiðina reyndi ökumaður að hlaupa undan lögreglu en var handtekinn eftir stuttan sprett og fluttur á lögreglustöð.