Mynd: BF.

Karlalið Blakfélags Fjallabyggðar gerði góða ferð í Kópavogi í dag, en liðið mætt HKörlum í Benectadeildinni í blaki. HKörlum hefur ekki gengið vel í deildinni og aðeins unnið tvö leiki áður en kom að þessum leik. BF er hins vegar í efri hluta deildarinnar og er liðið á miklu skriði og hefur náð að halda stöðuleika í deildinni.

BF liðið hafði töluverða yfirburði í þessum leik þrátt fyrir að hafa enga varamenn á leikskýrslu. Lið tók að auki ekkert leikhlé í leiknum, sem er nokkuð óvenjulegt.

Jafnræði var með liðunum fyrstu mínúturnar í fyrstu hrinu en svo tóku BF menn völdin. HK komst í 2-0 en BF jafnaði 2-2 og jafnt var í stöðunni 5-5. HK komst aftur yfir í 6-5 og var það í síðasta skiptið í hrinunni sem þeir voru í forystu. BF skoraði fjögur stig í röð og komst í 6-9. Lítil mótspyrna var í liði HK í fyrstu hrinu eftir þetta og komst BF í 9-14 og 12-20 og nú tók HK tvö leikhlé með stuttu millibili. Fyrsta hrinan endaði 15-25 og voru yfirburðir BF miklir.

Í annari hrinu komst BF í 0-2 en HK svaraði 2-3 og komu þá sex stig í röð frá BF og breyttu þeir stöðunni í 2-9 og tóku þá heimamenn leikhlé. BF átti nú mjög góðan kafla og keyrðu yfir HK og komust í 5-12 og 6-15. HK svaraði með tveimur stigum og í stöðunni 8-15 komu fjögur stig í röð og var staðan nú orðin 8-19. BF komst í 10-22 og kláruðu hrinuna örugglega 12-25.

Í þriðju hrinu voru BF strákarnir einnig betra liðið en HK komst í 2-1 en BF komu sterkir inn í byrjun og komust í 2-5, 3-7 og 5-10. BF hélt öruggu forskoti út hrinuna og var sigurinn aldrei í hættu. Í stöðunni 11-18 tóku heimamenn leikhlé. BF keyrði áfram og komust í 13-21 og skoraði þá HK fjögur stig í röð og kom smá spenna í lokin í stöðunni 17-21. BF vann þó hrinuna 18-25 og leikinn 0-3.