BF vann Álftanes í blaki kvenna – Umfjöllun í boði Torgsins

Torgið, veitingahús á Siglufirði er aðalstyrktaraðili umfjallanna um Blakfélag Fjallabyggðar í vetur í 1. deild karla og 2. deild kvenna.  Það eru hjónin Daníel Pétur Baldursson matreiðslumaður og Auður Ösp Hlíðdal Magnúsdóttir sem standa að baki veitingastaðnum Torginu á Siglufirði. Torgið er lítill, notalegur og fjölskylduvænn veitingastaður í hjarta Siglufjarðar.

Blakfélag Fjallabyggðar lék snemma í morgun við Álftanes í Íslandsmótinu í 2. deild kvenna.  BF liðið leikur nú 6 leiki um helgina og var þetta fyrsti leikurinn hjá þeim. BF byrjaði af miklu krafti og komust í 5-0, 9-2, og 14-3.  BF stelpurnar höfðu mikla yfirburði í fyrstu hrinunni og komust í 19-6 en tóku þá heimastelpurnar leikhlé. BF kláraði hrinuna með stæl og unnu síðustu 6 stigin og kláruðu hrinuna auðveldlega 25-6, en BF liðið skoraði síðustu 9 stigin í hrinunni. Staðan orðin 1-0.

Önnur hrina var keimlík þeirri fyrri, BF hafði yfirburði allan tíman en heimastelpurnar sóttu aðeins fleiri stig. BF komst í 5-1 en Álftanes minnkaði í 9-4. BF skoraði áfram og komst í 16-7 og tók þá Álftanes leikhlé. Kom þá líklega besti kafli heimaliðsins í leiknum og komust þær í 17-12 með því að skora 5 stig í röð. BF komst þá í 20-12 og aftur tóku heimastelpurnar leikhlé. BF kláraði hrinuna svo örugglega 25-13 og leikinn þar með 2-0.

BF mætti með 10 stelpur í þetta helgarverkefni. Sara Segarra Navas er spilandi þjálfari liðsins í ár. Liðið er blandað af reynslumiklum konum og yngri stelpum sem eru að taka við keflinu.