BF tapaði í fimm hrinu leik gegn HK

Karlalið Blakfélags Fjallabyggðar lék við HK-B í Fagralundi í gær. Úr varð æsispennandi fimm hrinu leikur. HK-B er skipað að mestu leiti ungum strákum fæddum á árunum 2001-2003 í bland við aðeins eldri leikmenn. Liðið hefur byrjaði mótið vel og aðeins tapað einum leik áður en kom að þessum leik gegn BF.

BF byrjaði fyrstu hrinuna vel og var með nokkra yfirburði framan af og komust í 4-9 og tóku þá heimamenn leikhlé. Áfram voru BF sterkir og komust í 8-14 og tóku þá heimamenn sitt annað leikhlé. Kom nú mjög góður kafli heimamanna og minnkuðu þeir muninn í 13-15 og tóku nú gestirnir tvö leikhlé með stuttu millibili. Núna var HK komnir inn í leikinn og jafnt var á tölum,  16-16, 19-19 og 24-24. HK var sterkara í blálokin og tóku síðustu tvö stigin og unnu fyrstu hrinu 26-24.

Í annari hrinu var BF mun sterkari aðilinn og leiddu frá upphafi og náðu upp góðu forskoti. BF komst í 5-9 og 6-11 þegar heimamenn tóku leikhlé. BF skoraði í framhaldinu 5 stig á móti tveimur og tóku gestirnir sitt annað leikhlé í stöðunni 8-16. BF hélt áfram að auka forystuna og komust í 11-18, og skoruðu svo fimm stig í röð og breyttu stöðunni í 11-23. HK skoraði nú 4 stig í röð en BF lokaði hrinunni 15-25 og staðan orðin 1-1.

Í þriðju hrinu þá byrjuðu heimamenn með látum og komust í 4-0 og tók BF strax leikhlé. HK hélt áfram að leiða en BF náði loks að minnka muninn og jafna í stöðunni 10-10. BF náði hér góðum kafla og komust í 10-14 og 15-19. HK beit frá sér og minnkuðu muninn í 20-21. BF átti lokakaflann og skoruðu síðustu fjögur stigin og unnu 20-25, og staðan orðin 1-2.

Í fjórðu hrinu var jafnræði með liðunum sem skiptust á að taka forystu en án þess að stinga af. Staðan var 5-5, 8-8 og 11-11. Í stöðunni 15-15 skoruðu HK strákarnir fimm stig í röð og í milli tíðinni tók BF leikhlé. Staðan var hér orðin 20-15. BF náði að minnka muninn í 21-18 og jafna í 22-22. Skömmu áður tók HK leikhlé. Áfram var jafnt 23-23 og 24-24 enda var mikið undir. HK tók síðustu tvö stigin og unnu 26-24 og jöfnuðu 2-2.

Í fimmtu og síðustu hrinunni var HK mun betri aðilinn og BF sáu aldrei til sólar. BF tók strax leikhlé í stöðunni 4-1 og aftur í stöðunni 9-4. HK strákarnir áttu síðustu 8 stigin og unnu þessa hrinu örugglega 15-4 og leikinn 3-2.

BF menn voru ansi nálægt því að vinna þennan leik 1-3 en urðu að lokum að sætta sig við ósigur 3-2.