BF-Súlur kepptu í 3. deild kvenna

Blakfélag Fjallabyggðar er einnig með kvennalið í 3. deildinni á Íslandsmótinu. Keppt var á Húsavík um helgina. BF Súlur léku þrjá leiki í dag og tvo á sunnudag. Liðið sigraði einn leik en tapaði tveimur í dag.

Fyrsti leikurinn var gegn HSÞ og fóru hrinur 15/25, 31/29 og 14/16 í oddahrinunni. Hrina númer tvo var maraþonhrina sem fór í upphækkun og sterkt hjá BF-Súlum að vinna hana. HSÞ vann leikinn 1-2.

Í hádeginu lék liðið við Aftureldingu X, og fóru hrinur 25/27, 25/19 og 11/15. Fyrsta hrinan fór í upphækkun og aftur vann BF hrinu tvö, en tapaði svo í oddahrinunni. Afturelding vann leikinn 1-2.

Lokaleikur BF-Súlur í dag var gegn UMF Hrunamönnum. Hrinurnar fóru 38/36, 15/25 og 15/10. BF vann fyrstu hrinuna sem var löng og spennandi og fór í upphækkun. Liðið tapaði svo annari hrinu en vann loks oddahrinuna og leikinn 2-1.