BF sigraði Ými örugglega í 1. deild kvenna

Kvennalið Blakfélags Fjallabyggðar lék við Ými á Siglufirði í dag í 1. deild kvenna í blaki. BF hafði ekki leikið síðan í lok febrúar en síðustu fjórum umferðum hafði verið fresta vegna Covid. Blaksambandið hefur ekki tilkynnt opinberlega hvernig þessum frestuðu leikjum verður komið fyrir aftur í mótið. Blaksambandið hefur einnig gefið út tilmæli um áhorfendabann í þeim leikjum sem eftir eru af Íslandsmótunum. Aðeins mega 5 úr stjórn hvors félags fylgjast með leik og tveir frá Blaksambandinu. Grímuskylda er á þessa aðila auk þess sem sóttvarnarfulltrúi félags þarf að skrá nafn, kennitölu og símanúmer þeirra.

BF mætti með sterkt lið í þennan leik en liðið gat lyft sér úr næstneðsta sæti með sigri. Ýmir byrjaði ágætlega fyrstu mínúturnar, en fljótlega kom í ljós hvort liðið var sterkara þegar BF náði öruggri forystu í fyrstu hrinu. Ýmir komst í 1-4, en BF komst strax inn í leikinn og voru komnar í 7-5 og 11-6 þegar gestirnir tóku leikhlé. BF lék vel og komust í 16-7 og aftur tóku gestirnir leikhlé, enda lítið að ganga upp hjá þeim. BF komst þá í 20-7 og 21-10. Ýmir náði þá nokkrum stigum og var staðan orðin 21-13 og 22-14. BF kláraði svo hrinuna örugglega 25-16 og voru komnar í 1-0.

Önnur hrina var aðeins jafnari og aftur byrjuðu Ýmis-konur ágætlega og komust í 0-3, en BF jafnaði strax 3-3 og komust í 8-5. BF komst í 12-7 en Ýmir minnkaði muninn í 12-11 og tók þá BF leikhlé. BF skoraði þá fjögur í röð og komust í 16-11 og tóku þá gestirnir leikhlé. BF komst í 18-12 og höfðu yfirhöndina í leiknum en Ýmir gerði sig líklegan að komast inn í leikinn í stöðunni 22-14. Ýmir komst þá í 23-18, en BF kláraði aftur hrinuna 25-19 og voru komnar í 2-0.

Þriðja hrina var aðeins kaflaskipt, en Ýmir lék ágætis blak í upphafi hrinu en BF komst þá betur inn í leikinn og átti Ýmir einnig ágætis endasprett. Ýmir komst í 2-5 og 5-9 en þá tók þjálfari BF leikhlé til að stilla saman strengi. BF minnkaði muninn í 8-10 en síðan var jafnt í 12-12. BF maskínan komst þá aftur á flug og náðu upp forskoti í stöðunni 22-14 eftir að hafa skorað 10 stig í röð. Ýmir kom þá aðeins til baka og skoraði 6 stig á móti einu og var staðan því orðin 23-20 og smá spenna og örlítil von fyrir Ými að ná einni hrinu. BF tók þá gott leikhlé og kláruðu leikinn örugglega 25-20 og leikinn 3-0.

Glæsilegur sigur hjá BF stelpunum og eru þær núna með 14 stig í fjórða neðsta sætinu í deildinni.