Blakfélag Fjallabyggðar mætti Ými í Fagralundi í dag í 1. deild kvenna í blaki. BF lék við HK í gær en Ýmir var að leika sinn fyrsta leik á Íslandsmótinu.

Leikurinn átti eftir að vera jafn og skemmtilegur og stóð yfir í 115 mínútur.

BF byrjaði fyrstu hrinuna vel og komst í  2-4 og 4-7 en Ýmir skoraði fjögur í röð og komust yfir 8-7. Liðin héldu áfram að skiptast á að leiða með nokkra stiga mun en Ýmir náði þó yfirhöndinni þegar leið á hrinuna og komust í 16-13 og 19-15. BF minnkaði muninn í 20-17 og tók Ýmir leikhlé. Staðan var 22-19 og 24-19 þegar BF skoraði fjögur stig í röð og settu gríðarlega spennu í hrinuna í stöðunni 24-23. En Ými tókst að ná í síðasta stigið og unnu hrinuna 25-23 og voru komnar í 1-0.

Önnur hrina var líka jöfn en BF hafði þó að mestu leyti yfirhöndina. BF komst í 8-12 eftir að jafnt hafi verið á fyrstu tölum og tók Ýmir þá leikhlé. BF gerði vel áfram og komust í 10-14 og aftur tók Ýmir leikhlé. BF hélt forskotinu og komst í 13-18 og 15-23 með því að skora fimm stig í röð og staðan orðin vænleg.  BF stelpurnar kláruðu hrinuna örugglega og unnu 18-25 og jöfnuðu leikinn 1-1.

Ýmir var sterkari framan af í þriðju hrinu og höfðu yfirhöndina, komust í 8-6 og 12-9 en þá tók BF leikhlé. Ýmir komst í 14-10 og 18-13 en þá komust BF stelpurnar aftur í takt við leikinn og náðu inn mikilvægum stigum og minnkuðu muninn í 19-18. Aftur tók Ýmir leikhlé en BF komst í 20-22 eftir æsispennandi kafla. Ýmir minnkaði í eitt stig en BF voru sterkari á lokamínútum hrinunnar og unnu 21-25 og voru komnar í 1-2.

Það var allt undir í fjórðu hrinunni en BF stelpurnar voru sterkari og héldu forystu. Þær komust í 3-7 en Ýmir komst yfir 8-7 eftir góðan kafla. Aftur komst BF yfir í 9-13 og tók Ýmir leikhlé. BF lék áfram vel og juku forskotið í 9-16 og aftur tóku heimakonur leikhlé. BF ætlaði sér sigur og gáfu stelpurnar ekkert eftir og léku gott blak og komust í 13-20 og 14-22. Ýmir lagaði stöðuna og skoruðu fjögur stig í röð en BF kláraði leikinn örugglega 20-25 og unnuð góðan 1-3 sigur.

Flottur leikur hjá BF stelpunum í dag og þrjú stig í hús.