Blakfélag Fjallabyggðar keppti við Fylki í fyrsta leik Íslandsmótsins í 2. deild karla í blaki.  Fyrstu umferðirnar voru spilaðar nú um helgina en umfjallanir munu dreifast hérna næstu daga þar sem um marga leiki var að ræða.

BF liðið í meistaraflokki karla er nokkuð breytt frá síðasta tímabili og nokkrir eldri og reyndari leikmenn ekki lengur með. Spilandi þjálfari liðsins er Lyudmil Miroslavov. Fimm erlendir leikmenn eru nú í liðinu á þessu tímabili.

Umfjöllun:

Fyrsta hrinan var jöfn og skiptust liðin á að taka forystu, en hvoru liðinu tókst þó að stinga af.  Jafnt var á fyrstu tölunum, 2-2, 4-4 og 6-6. Í stöðunni 8-8 náði Fylkir þremur stigum í röð en BF svaraði fljótt og jafnaði 11-11. Aftur komst Fylkir í 12-14 en BF hleypti þeim ekki lengra og jafnaði 14-14. Aftur náði Fylkir góðum kafla og komst í 14-17. BF jafnaði og komst yfir 18-17. Fylkir voru sterkir og líklegir á endasprettinum og komust í góða stöðu 20-22, en þá tóku BF strákarnir hlé. Fylkir skoraði aftur og var staðan 20-23. BF komst loksins almennilega í gang og skoraði 5 stig í röð og unnu hrununa 25-23 og komust í 1-0. Frábær endasprettur.

Halli Ísaksen og gömlu jálkarnir í Fylki börðust áfram í annari hrinu og komust í 3-4. BF komst í gang og komust í 8-4 og 11-5. BF hafði hér yfirhöndina og hélt góðu forskoti og komst í 15-10. BF náði nú góðum kafla og Fylkir hafði fá svör. Staðan var 19-10 og 22-12, og fátt sem gat stöðvað sigur BF í fyrsta leik Íslandsmótsins. Loktatölur í seinni hrinunni voru 25-13.

Nánari umfjöllun verður hér næstu daga um BF – Blakfélag Fjallabyggðar. Laust auglýsingapláss fyrir þá sem vilja ódýra auglýsingu og styðja við þessar fréttir.