Öldungarmót í blaki fór fram um helgina í Mosfellsbæ. Að vanda sendi Blakfélag Fjallabyggð nokkur lið til að halda uppi heiðri félagsins í karla- og kvennaflokki.
BF fór með tvö kvennalið og eitt karla lið í ár.  Kvennaliðið BF-1 spilaði í 3. deild og endaði í 5. sæti. Hitt kvennaliðið, BF-2 spilaði í 6. deild og endaði í 7. sæti.
Karlaliðið í 6. deildinni átti mjög gott mót og urðu öldungamótsmeistarar í sinni deild. Þeir skörtuðu litríkum búningum við verðlaunaafhendinguna og settu sterkan svip á mótið.
Aðsendar myndir koma frá Blakfélagi Fjallabyggðar.