Torgið, veitingahús á Siglufirði er aðalstyrktaraðili umfjallanna um Blakfélag Fjallabyggðar í vetur í 1. deild karla og 2. deild kvenna.  Það eru hjónin Daníel Pétur Baldursson matreiðslumaður og Auður Ösp Hlíðdal Magnúsdóttir sem standa að baki veitingastaðnum Torginu á Siglufirði. Torgið er lítill, notalegur og fjölskylduvænn veitingastaður í hjarta Siglufjarðar.

Umfjöllun

Blakfélag Fjallabyggðar og Hamar frá Hveragerði mættust öðru sinni á Siglufirði í dag en liðin mættust einnig í gær og vann Hamar þann leik 0-3. Hamar er með öflugt lið og spila nokkrir leikmenn þeirra einnig í Úrvalsdeildinni í blaki.

Hjá BF vantaði reynsluboltann Óskar Þórðarson, en hann glímir við meiðsli í hönd eða öxl og var aðstoðarþjálfari í þessum tveimur leikjum um helgina. Þórarinn Hannesson og Alois sáu um uppspilið í leiknum og Agnar Óli var í stöðu frelsingja.

BF gekk vel að verjast í fyrstu hrinu og hleyptu ekki Hamarsmönnum of langt í burtu. Gestirnir voru þó ekki árennilegir þegar Hafsteinn eða Kristján voru í framlínunni í þessum leik. Bestur í dag var Hilmar Sigurjónsson leikmaður nr. 7 hjá Hamar, en hann er öflugur sóknarmaður sem þeir leita mikið til og skilar jafnan föstum boltum í gólfið.  Jafnt var í stöðunni 4-4 en Hamar náði þá um 2ja-3ja stiga forskoti sem þeir héldu fast í. Hamar komst í 12-17 með góðu spili og leituð mikið á Hilmar í framlínunni eða stutt spil á miðju á Hafstein eða Kristján, eftir því hvor þeirra var inná hverju sinni.

BF minnkaði muninn í 15-17 og 17-20. Hamar vann hrinuna 19-25 eftir talsvert basl á leikmönnum BF síðustu mínútur hrinunnar. Það vantaði stundum herslumuninn í móttökunni hjá BF en of margir boltar fóru gratís yfir eða móttakan ekki nægjanlega góð svo hægt væri að skila henni með föstu smassi yfir.

Hamar byrjaði seinni hrinuna vel og komust í 1-4 og 4-7 en BF jafnaði 9-9 og komust yfir 12-10 með góðum leik. Hamar skoraði þá 5 stig í röð og komust yfir 12-15 og 15-19. Tölvan á ritaraborðinu bilaði þá þegar leið á hrinuna og var talsverð töf á leiknum.  BF minnkaði þó muninn í 18-20 og var komin smá spenna í leikinn aftur. Hamar skoraði þá 5 stig gegn einu heimamanna og unnu aðra hrinu 19-25. Staðan orðin 0-2.

BF byrjaði svo ágætlega í þriðju hrinu og komust í 3-1 og 7-6 en Hamar tók þá aftur völdin og skoruðu 7 stig í röð og komust í 7-13 en í millitíðinni tók BF hlé í þessu áhlaupi þeirra. BF minnkaði muninn í 9-13 og 12-15. Hamar hélt áfram að finna Hilmar í sókninni og komust í 13-19 og 14-21.  Hamar kláraði hrinuna örugglega 18-25 og unnu leikinn 0-3.

Helsti veikleiki Hamarsmanna var aftasta lína og BF strákarnir laumuðum boltanum nokkrum sinnum í eyðurnar sem voru þar og náðu góðum stigum.

HK-B mætir til Fjallabyggðar um næstu helgi og leikur tvo leiki við BF.