BF og Fylkir mættust Íslandsmóti kvenna

Blakfélag Fjallabyggðar og Fylkir mættust í 1. deild kvenna í blaki í dag á Siglufirði, en liðin mættust einnig í gær en þá var það Kjörísbikarinn.

Leikurinn átti eftir að vera jafn og spennandi og fóru tvær hrinur í upphækkun og mikil spenna í lokin.

BF byrjaði ágætlega og komust í 3-0, 8-5 og 10-6. BF stelpur léku vel áfram og komst í 14-9 og 16-11. BF tók leikhlé í stöðuni 17-15 en þá hafði Fylkir komist betur inn í leikinn. Allt leit vel út í stöðunni 21-15 og 22-16 en þá kom sterkur kafli hjá Fylki og þær skoruðu 5 stig í röð og var staðan skyndilega orðin 22-21. BF náði öðru stigi, 23-21 en Fylkir skoraði þá 4 stig í röð og kláruðu leikinn 23-25. BF stelpunum vantaði herslu muninn að klára þessa hrinu.

Fylkisstelpur byrjuðu aðra hrinu vel og leiddu vel og lengi en BF komu svo sterkar inn í lok hrinunnar. Fylkir komst í 6-9, 7-14 og 10-17. BF minnkaði í 14-18 og 16-22. Komu þá fjögur stig í röð hjá BF og var mikil spenna aftur í lok hrinunnar, staðan 20-22. Fylkir skoraði eitt stig til viðbótar 20-23 og aftur skoraði BF fjögur stig í röð og var staðan 24-23. Fylkir skoraði þá tvö stig, 24-25 og BF jafnaði 25-25. Fylkir átti svo síðustu tvö stigin og unnu 25-27 eftir upphækkun. Góður endasprettur hjá BF og voru mjög nálægt því að vinna hrinuna.

Í þriðju hrinu byrjaði BF ágætlega og liðin skiptust á að leiða með nokkra stiga forskoti. BF komst í 7-3 og 9-7 en Fylkir snéri leiknum við og komst í 12-15 og tók þá BF leikhlé.  BF komst yfir 18-17 eftir mikla baráttu en Fylkir sótti hart og komust yfir 18-21 og 20-22 og var nú mikil spenna í lok hrinunnar. Fylkir komst í 21-23 en BF jafnaði 23-23 og komst yfir 25-24. Fylkir jafnaði og komst yfir 25-26 en BF svaraði og jafnaði og komst aftur yfir 27-26. Aftur var staðan jöfn 28-28 en Fylkir áttu tvö síðustu stigin í þessari maraþonhrinu og unnu 28-30 og leikinn 0-3.

BF liðið er næstneðst með 7  stig eftir 7 leiki í deildinni.