BF mætti UMFG í lokaleik dagsins

Blakfélag Fjallabyggðar mætti UMFG í þriðja og lokaleik dagsins hjá BF. Það var stutt á milli leikja eftir hádegið og því komin þreyta í alla leikmenn sem spilað hafa flestar mínútur.

BF var enn ósigrað í tveimur leikjum dagsins og stefndu þær ótrauðar áfram til sigurs.

Það var fremur jafnt í fyrri hluta fyrstu hrinu og gekk erfiðlega hjá BF að ná afgerandi forystu, en liðið hafði þó yfirhöndina í leiknum.  BF komst í 3-6, 7-9 og 10-13 en UMFG var ekki langt undan, leikurinn var jafn í 16-16 en þá urðu kaflaskil í hrinunni. Allt gekk upp hjá BF en ekkert hjá UMFG. BF skoraði síðustu 9 stigin og unnu hrinuna sannfærandi 16-25. Staðan orðin 0-1 fyrir BF.

Önnur hrina var svipuð og fyrri, BF leiddi með um þremur stigum þar til blaðra sprakk aftur. BF komst í 4-7, 8-11 og 10-13, en UFMG héldu enn í þær. Í stöðunni 12-13 hrundi leikur UMFG og allt gekk upp hjá BF sem komust í 13-21 og skoraði BF 8 stig á móti einu í þessum kafla.

UMFG klóraði aðeins í bakkann og var staðan orðin 17-21 eftir fjögur stig í röð og smá spennan komin í lokakaflann. BF náði hinsvegar að loka leiknum og skoruðu fjögur í röð og unnu nokkuð sannfærandi 17-25 og leikinn 0-2.

Þrír góðir sigrar í dag hjá BF stelpunum í 2. deild. Fleiri leikir á morgun hjá liðinu sem fær núna smá hvíld.