Torgið, veitingahús á Siglufirði er aðalstyrktaraðili umfjallanna um Blakfélag Fjallabyggðar í vetur í 1. deild karla og 2. deild kvenna.  Það eru hjónin Daníel Pétur Baldursson matreiðslumaður og Auður Ösp Hlíðdal Magnúsdóttir sem standa að baki veitingastaðnum Torginu á Siglufirði. Torgið er lítill, notalegur og fjölskylduvænn veitingastaður í hjarta Siglufjarðar.

Umfjöllun

Blakfélag Fjallabyggðar mætti HK-b öðru sinni á Íslandsmótinu í 1. deild karla í blaki í hádeginu. HK er í öðru sæti deildarinnar og eru með ungt og öflugt lið, í sókninni er leikmaður númer 9, Andreas Hilmarsson sérlega öflugur smassari og sækir mörg stig þegar hann fær góða bolta til að vinna úr. Öflugasti leikmaður BF er líklega Alois sem er vinstri handar leikmaður og öflugur smassari þegar hann fær góða bolta til að vinna úr.

Strákarnir í BF eru enn að vinna sér inn reynslu og að byggja upp nýtt lið í bland við þá eldri og reyndari. Liðið gæti náð langt með einn sterkan leikmann í viðbót og það verður gaman að sjá hvernig næsta Íslandsmót verður hjá þeim yngri leikmönnum liðsins næsta haust eftir þessa dýrmæta reynslu sem þeir fá í ár.

Þórarinn Hannesson átti fyrstu uppgjöfina í leiknum og er hann alla jafnan með öruggar og uppgjafir.  Leikurinn fór jafnt af stað og var jafnt á tölunum 5-5 og 8-8 en þá komst HK í gang og betra flæði var í leiknum. HK komst í 10-16 og tók BF hlé til að endurskipuleggja leik sinn. HK komst í 12-19 og 14-20. BF tók aftur leikhlé í stöðunni 15-23 og náðu að minnka muninn í 18-24 en HK sótti síðasta stigið og vann hrinuna nokkuð þægilega 18-25 og voru komnir í 0-1.

HK byrjaði vel í annarri hrinu og komust í 1-4 og 4-6 en BF jafnaði 6-6. Jafnt var í stöðunni 8-8 og 10-10 en HK náði þá nokkra stiga forskoti og komst í 10-13 og 14-19 og tók BF hlé. HK hélt áfram að skora og komst í 16-21 og 18-22 en BF reyndi að komast að komst nær þeim og minnkuðu muninn í 21-23. HK tók tvö síðustu stigin og unnu 21-25 og voru komnir í 0-2.

BF strákarnir byrjuðu vel í þriðju hrinu og leiddu í stöðunni 6-2 og 8-4. BF gekk vel í þessari hrinu og léku vel. Staðan var 13-10 en HK jafnaði leikinn 13-13 og var leikurinn hérna í járnum. Jafnt var í stöðunni 15-15 og 17-17 en HK strákarnir voru sterkari á endasprettinum og komust í 17-20 og tók BF hlé.  HK komst í 18-22 og 20-24 og kláruðu hrinuna 21-25 og unnu leikinn 0-3.

Næsti leikur BF verður gegn Völsungi/Eflingu á Húsavík á þriðjudaginn.