BF mætti HK-b á Siglufirði

Kvennalið Blakfélags Fjallabyggðar spilaði við HK-B í dag á Siglufirði í 1. deild kvenna í blaki. HK stelpurnar kom vel stemmdar til leiks með þrjá sigurleiki í síðustu þremur leikjum. BF stelpurnar höfðu unnið síðustu tvo leiki og var búist við jöfnum og erfiðum leik.

HK stelpurnar byrjuðu vel og komust í 0-5 en BF minnkaði í 6-7 áður en gestirnir náðu aftur góðu spili og komust í 6-12 og tók þá BF leikhlé. HK komst í 10-17 en BF minnkaði í 15-18. HK stelpurnar voru sterkari í þessari hrinu og áttu góðan endasprett og kláruðu hrinuna 17-25 og voru komnar í 0-1.

BF stelpurnar byrjuðu mun betur í annarri hrinu og komust í 5-1 og 8-5. HK jafnaði 8-8 og komst yfir 12-14. Þessi hrina var mun jafnari en fyrri og var jafnt á mörgum tölum en HK náði yfirleitt að halda tveggja stiga forskoti. HK komst í 15-18 og 18-23. BF skoraði þá fjögur sig i röð og minnkuðu muninn í 22-23. HK voru sterkari í lokin og unnu hrinuna  22-25.

Í þriðju hrinu var allt undir hjá BF og síðasti séns til að komast á blað í leiknum. Hrinan var jöfn og skiptust liðin á að ná forskoti og endaði svo í upphækkun.  Eftir að jafnt var í stöðunni 6-6 á kom góður kafli hjá HK sem komust í 6-12 en BF skoraði 5 stig í röð og breyttu stöðunni í 11-12. BF var nú með góðan leikkafla og komust yfir 16-14 og 20-17. HK tók gott leikhlé og komust aftur inn í leikinn. BF var þó hársbreidd frá sigri í hrinunni í stöðunni 24-20 en HK skoraði þá 6 stig í röð og unnu 24-26 eftir upphækkun. Ótrúlegur lokakafli hjá gestunum í þessum leik.

Niðurstaðan var því 0-3 sigur hjá HK-b gegn BF.