Íslandsmótið í blaki í 2. deild karla hófst um liðna helgi og voru fjölmargir leikir leiknir á Álftanesi í Garðabæ sem sá um þessa mótshelgina.

Blakfélag Fjallabyggðar mætti Fylkir Polska í þriðja leik liðsins á mótinu.   BF átti ekki í vandræðum með Fylkistrákana og kláruðu leikinn á 33 mínútum.

Umfjöllun:

BF byrjaði fyrstu hrinuna ágætlega og komust í 3-8 og 5-10. BF náði góðum kafla og komst í 7-14 og 11-17. Fylkir reyndi að sækja til baka og minnkuðu muninn í 15-18, en BF var sterkara liðið og komust í 15-21.  BF hélt þægilegu forskoti út hrinuna og unnu 19-25 og voru komnir í 0-1.

Seinni hrinan var töluvert jafnari framan af en BF átti þó lokasprettinn. BF komst í 3-6 og 4-8 en Fylkir jafnaði 8-8 og 10-10. BF komst þá í 10-14 en Fylkir jafnaði 16-16. BF komst í 18-20 og þá tóku Fylkisstrákarnir leikhlé. BF skoraði fjögur í röð og komst í góða stöðu 18-24 og unnu hrinuna örugglega 20-25 og leikinn 0-2.

BF var að spila þessi leiki aðeins með einn varamann, svo menn fengu ekki mikla hvíld.

Góður sigur hjá BF.