BF mætti Fylki í Kjörísbikar kvenna

Blakfélag Fjallabyggðar mætti Fylki í Kjörísbikarkeppni kvenna í blaki í dag á Siglufirði. Liðin mætast svo aftur á morgun og þá í deildinni. Búist var við jöfnum leik en bæði lið eru í neðri helmingi 1. deildarinnar.

Fyrstu mínúturnar í fyrstu hrinunni voru jafnar en svo hrökk allt í gang hjá Fylki.  Staðan var jöfn 5-5 en Fylkir komst svo yfir í 6-11 og síðar 6-15 eftir að hafa skorað 8 stig í röð. BF hélt áfram með sinn leik og minnkuðu forskotið jafnt og þétt og var staðan orðin 8-18 þegar hluturnir fóru að gerast. BF náði ágætis kafla og minnkuðu munin í 17-21 og 21-22 og var komin talsverð spenna í lok hrinunnar. Fylkir komst í 21-24 og BF minnkaði í 22-24 en gestirnir kláruðu hrinuna 22-25.

Önnur hrina var öll miklu jafnari en BF komst í 7-4 og 14-11. BF spilaði vel og komst í 18-14 og 21-16. Fylkir skoraði þá 5 stig í röð og hleyptu mikilli spennu í hrinuna í stöðunni 21-21.  BF komst þá í 22-21 en Fylkir skoraði áfram og komst í 22-23 og komust yfir í fyrsta sinn í hrinunni. BF skoraði næstu þrjú stigin og unnu hrinuna 25-23 og var staðan orðin 1-1 í þessum bikarslag.

Fylkiskonur voru mun ákveðnari í þriðju hrinu og náðu góðu forskoti. Staðan var 4-9, 6-12 og 10-18 fyrir Fylki og var allt að ganga upp hjá þeim. BF minnkaði muninn í 14-18 en þá skoraði Fylkir sex í röð og komust í 14-24. Eftirleikurinn var auðveldur og þær unnu hrinuna 16-25 og voru komnar í 1-2.

Fylkir byrjaði líka ákveðið í fjórðu hrinu og komust í 1-7 og 5-9 en BF jafnaði 9-9. Aftur komst Fylkir yfir og var staðan 9-14 og 14-18. Fylkir hélt áfram að skora og var staðan 16-23 og kláruðu þær hrinuna 19-25 og leikinn 1-3.