Blakfélag Fjallabyggðar mætti Aftureldingu DNA í lokaleik  dagins á Íslandsmóti 3. deildar kvenna sem fram fer í Laugardalshöllinni í Reykjavík um helgina.

BF var í 2. sæti deildarinnar og Afturelding um miðja deild fyrir þennan leik. Töluvert leikjaálag hefur verið á liðunum um helgina og komin smá þreyta fyrir síðustu leiki dagsins.

Leikurinn átti eftir að vera jafn og fór í oddahrinu.

Afturelding leiddi nánast alla fyrstu hrinu og héldu BF nokkrum stigum frá. Spenna var í lok hrinunnar en Afturelding vann 25-23 og voru komnar í 1-0.

Í annari hrinu leiddi Afturelding þar til undir lokin þegar BF tók forystu og jafnaði BF leikinn með 22-25 sigri. Staðan orðin 1-1 og því fór í oddahrinu.

BF byrjaði vel í oddahrinunni og komust í 0-4 en Afturelding jafnaði í stöðunni 8-8. Afturelding skoraði svo næstu 9 stig og unnu 15-8 og leikinn 2-1.

Tveir leikir eru hjá BF á sunnudag, en þá lýkur mótinu.