Blakfélag Fjallabyggðar er komið til Reykjavíkur og mætti karlalið BF liði Aftureldingar-Ungir í fyrsta leik helgarinnar.

Leikurinn hófst kl. 19 í kvöld og var lokið á 45 mínútum. Í liði BF var Ólafur Björnsson, Hilmar Halldórsson,  Eiríkur Baldvinsson, Skarphéðinn Sigurðsson, Lukasz og spilandi þjálfarinn Lyudmil.  Enginn varamaður var með liðinu í þessum leik.

Strákarnir úr Mosfellsbænum byrjuðu leikinn vel og komust í 1-5 og 3-8. Afturelding hafði góða stjórn á leiknum og höfðu yfirhöndina alveg þar til staðan var 12-17, en þá kom góður kafli hjá BF. BF minnkaði muninn í 16-17 og 17-19.  Afturelding komst þá í 17-21 en BF minnkaði muninn í 20-21. Mikil spenna var hérna í lokin og staðan jöfn 22-22 og 23-23 en ungu strákarnir í Mosó tóku síðustu tvö stigin og unnu hrinuna 23-25 og voru komnir í 0-1.

Önnur hrina gekk ekki eins vel hjá BF, en þeir héldu þó í við ungu strákana fyrstu mínúturnar.  Jafnt var 3-3 og 5-5 en tók þá Afturelding völdin og komst í 6-10 og tók þá BF hlé.  Afturelding komst í 10-17 og 11-20 og var allt að ganga upp hjá þeim. Þeir unnu svo hrinuna með yfirburðum 14-25 og leikinn 0-2.