Blakfélag Fjallabyggðar mætti Hamar-b á laugardaginn sl. og fór leikurinn fram á Álfanesi, en fjölmargir leikur fóru fram þessa helgina á Íslandsmótinu. Þjálfarar Hamars eru bræðurnir Kristján og Hafsteinn Valdimarssynir, frábærir leikmenn og landsliðsmenn, en þeir spila með aðalliði Hamars í efstudeild. Umfjöllun fleiri leikja helgarinnar hjá BF verður hér næstu daga.

Leikurinn fór í þrjár hrinur og þurfti oddahrinu til að knýja fram sigurvegara.

Umfjöllun:

Fyrsta hrina var nokkuð jöfn en BF náði nokkrum sinnum góðu forskoti en Hamarsmenn gáfu lítið eftir.

Staðan var jafn 5-5 en þá kom góður kafli hjá BF sem komst í 9-5. Hamar kom til baka og minnkaði muninn í 10-9. BF tók aftur forystuna og komst í 16-10 með góðu spili. Hamarsmenn tóku þá leikhlé til að stöðva áhlaup BF. Hamar kom aftur til baka og minnkuðu muninn í 18-16. BF komst í 20-17 en þá kom góður kafli Hamars sem komust yfir 20-21. Þjálfari BF tók leikhlé og komu strákarnir sterkir til baka og komust í 23-21 og 24-22. Lokakaflinn var spennandi en BF hafði sigur 25-23 og unnu fyrstu hrinu.

Önnur hrina var algjör eign Hamars, en liðið byrjaði af miklum krafti og komst 0-7 og tók þjálfari BF hlé til að stilla saman strengina og koma mönnum í gang. BF minnkaði muninn í 4-8 en Hamar komst fljótlega í 4-12.  Allt gekk upp hjá Hamar í þessari hrinu og komust þeir í 7-18 og 9-21. Hamarsmenn gerðu þá tvær skiptingar og kláruðu hrinuna örugglega 12-25 og var nú staðan 1-1.

BF byrjaði ágætlega í oddahrinunni og komst í 3-1 og 5-3. Hamarsmenn komu þá til baka með fimm stig og var staðan orðin 5-8. BF minnkaði muninn 9-11 en Hamar var sterkari á lokakaflanum og unnu hrinuna 11-15 og leikinn 1-2.