Besta pizzan í Fjallabyggð er fundin

Sem ferðamaður í Fjallabyggð þá er nauðsynlegt að prófa alla veitingastaði til að geta borið saman fundið það besta sem maður leitar að hverju sinni. Frá því að Finni hætti með pizzurnar á Bíó Café við Aðalgötuna á Siglufirði hefur verið erfitt að skera úr um hvar bestu pizzurnar væru. Þetta breyttist allt í síðustu viku þegar fréttaritari síðunnar heimsótti veitingastaðinn Torgið við Aðalgötu á Siglufirði. Nýir eigendur eru af þessu fjölskylduvæna veitingahúsi við Ráðhústorgið á Siglufirði.

Staðurinn hefur vínveitingaleyfi og er með siglfirska Segull 67 bjórinn á krana ásamt öðrum tegundum. Þjónustan á staðnum er mjög góð og er boðið upp á barnastóla og barnakönnur fyrir yngstu kynslóðina, en það kom verulega á óvart.  Á matseðlinum eru hamborgarar, pizzur, kjúklingur, samlokur, fiskur, franskar og kjúklingasalat svo eitthvað sé nefnt.

Fjölskyldan pantaði sér tvær pizzur, 12 ” og 16″ og ekki leið á löngu þar til maturinn kom á borðið. Í stuttu máli þá voru þetta ótrúlega girnilegar pizzur með miklu áleggi og osti sem voru þær bestu sem fjölskyldan hafði prófað í Fjallabyggð og víðar. Það er því óhætt að mæla með þessum stað hjá þeim frændum Danna og Danna fyrir ferðamenn á leið um Fjallabyggð.

Torgið-Pizza1 Torgið_pizza220160717_173448