Síðustu viðburðir Berjadaga eru í dag en hátíðin hófst á fimmtudag. Listafólk af Berjadögum annast tónlistarflutning í guðsþjónustu í Ólafsfjarðarkirkju kl. 11:00,  ásamt Ave Köru Sillaots organista. Almennur safnaðarsöngur. Sóknarprestur prédikar og þjónar fyrir altari.

Kærleiksganga

María Bjarney Leifsdóttir sem er íþróttakennari leiðir létta göngu inn í einn af grösugum dölum Ólafsfjarðar og skoðuð flóra jarðar. Hisst verður við Pálshús kl. 13:00 og komið til baka kl. 15:00.  Í göngunni bjóða Berjadagar uppá nýbakaða ástarpunga.  Allir velkomnir!