Berjadagar tónlistarhátíð verður haldin 3.-6. ágúst í Ólafsfirði í Fjallabyggð. Fyrsti viðburður verður í kvöld í Ólafsfjarðarkirkju, en alla dagskránna má lesa hér.
Berjadagar er fjölskylduvæn tónlistarhátíð sem fram fer um ágúst ár hvert í Ólafsfirði.  Á Berjadögum tónlistarhátíð koma fram ólíkir hljóðfæraleikarar til að flytja list sína í ólíkum tónlistarsölum sem gera upplifun af klassískum tónleikum einstaka. Frítt er fyrir 18 ára og yngri.
Fram koma; Björg Brjánsdóttir þverflauta, Tinna Þorsteinsdóttir píanóleikari, Helga Þórarinsdóttir víóluleikari og fyrirlesari, Ármann Helgason klarínett, Einar Bjartur Egilsson píanó, strengjasveitin Íslenskir strengir, Ave Kara Sillaots harmónikka og margir fleiri.
Frumflutt verða íslensk verk og kammermúsík frá ýmsum löndum verður í forgrunni!
Búið ykkur undir spennandi helgi með fjölbreyttum tónleikum um Verslunarmannahelgi!
Á meðal viðburða verður listsýning utan dyra og tónlistarviðburður í Litlusveit, við sumarbústað listakvennanna Margrétar Jónsdóttur og Helgu Pálínu Brynjólfsdóttur, en hann er staðsettur rétt norðan við Þóroddsstaðatjörn, 5 km frá bænum, milli Auðna og Þóroddsstaða vestan megin í firðinum.