Hátíðin Berjadagar fara fram dagana 13.-16. ágúst í Ólafsfirði. Hátíðin stendur yfir frá fimmtudegi til sunnudags og verða viðburðir í Ólafsfjarðarkirkju, Menningarhúsinu Tjarnarborg og á Hornbrekku. Tónlist og leikhússýning þar sem Guðmundur Ólafsson kemur fram og svo friðarmessa í Ólafsfjarðarkirkju er meðal þess sem er á dagskránni.

Dagskrá Berjadaga 2015

Fimmtudagur í Ólafsfjarðarkirkju kl. 20:00:
Hanna Þóra Guðbrandsdóttir sópran flytur ásamt Helgu Bryndísi Magnúsdóttur píanóleikara fjölbreytta dagskrá og opna hátíðina.

Föstudagur í Ólafsfjarðarkirkju kl. 20:00:
Mógil sem skipa Heiða Árnadóttir söngur, Hilmar Jensson gítar, Kristín Þóra Haraldsdóttir víóla, Joachim Badenhorst klarínettuleikari og Eirikur Orri Ólafsson trompet blanda saman þjóðlögum og djassi í tónsköpun sinni.

Föstudagur á Hornbrekku kl. 15:30:
Kaffihúsastemning á Hornbrekku með Guðmundi Ólafssyni.

Laugardagur í Tjarnarborg kl. 20:00:
Leikhússýningin Annar tenór – en samt sá sami?
Leikarar: Guðmundur Ólafsson, Aðalbjörg Árnadóttir, Sigursveinn Magnússon. Leikstjóri: María Sigurðardóttir Höfundur: Guðmundur Ólafsson.

Sunnudagur í Ólafsfjarðarkirkju kl. 11:00:
Friðarmessa í Ólafsfjarðarkirkju. Tónlist, söngur og íhugul hugvekja. Söngur: Jón Þorsteinsson og Sigrún Valgerður Gestsdóttir.

Sunnudagur í Menningarhúsinu Tjarnarborg kl. 16:00:
Leikhússýningin Annar tenór – en samt sá sami? – ÖNNUR SÝNING
Leikarar: Guðmundur Ólafsson, Aðalbjörg Árnadóttir, Sigursveinn Magnússon. Leikstjóri: María Sigurðardóttir Höfundur: Guðmundur Ólafsson.

Aðgangmiðar á tónleika Berjadaga í Ólafsfjarðarkirkju:
kr. 2500 – Aðgangur á alla viðburði: kr. 6500
Miðar seldir við innganginn og á midi.is.

Berjadagar