Bergur Þór Ingólfsson hefur verið ráðinn leikhússtjóri Leikfélags Akureyrar. Hann tekur við af Mörtu Nordal sem hefur gengt starfinu síðustu í sex árin.

Bergur Þór útskrifaðist frá Leiklistarskóla Íslands árið 1995. Hann hefur verið fastráðinn við Borgarleikhúsið frá árinu 2000 og hefur leikið þar fjölmörg hlutverk. Hann hefur getið sér gott orð sem leikstjóri en á meðal stórsýninga sem hann hefur leikstýrt eru Mary Poppins, Deleríum búbónis, Billy Elliot og Matthildur. Hann hefur einnig starfað í kvikmyndum og sjónvarpi og hlotið margvísleg verðlaun og viðurkenningar fyrir störf sín.