Bergþór Morthens myndlistarmaður heldur sýningu á verkum sínum í Gallerý Rauðku(Bláa húsið) á Siglufirði á laugardaginn kemur. Hann ritar svo á Facebook síðu sinni:

“Í tilefni þess að ég er að fara í Masters nám í myndlist til Svíþjóðar hef ég ákveðið að halda nokkurskonar yfirlitssýningu á þeim verkum sem ég hef unnið að á tíma mínum á Siglufirði. “

“Það kennir ýmissa grasa og í bland við nokkur ný og nýleg verk fá gömul verk að fljóta með sem ekki hafa sést í langan tíma.”

“Þetta markar ákveðin tímamót og upphaf að einhverju nýju í listsköpun minni þannig að ég hef ákveðið að stilla verðinu á verkum í hóf og bjóða fólki upp á einstakt tækifæri til þess að fjárfesta í myndlist á gjafaverði og styrkja listamanninn um leið til fararinnar.”

“Sýningin er í Gallerí Rauðku (Bláa húsið). Formleg opnun er laugardaginn 8. Júní kl. 15. Léttar veitingar í boði á opnunardegi og stendur sýningin fram yfir 17. Júní.”

317401_250361871662486_656834_n