Bergþór sýnir á Siglufirði
Föstudaginn 11. september kl. 17.00 opnar listamaðurinn Bergþór Morthens sýningu í Kompunni, Alþýðuhúsinu á Siglufirði og stendur til 4. oktober. Sýningin Við aftökustaðinn vísar til verks eftir Kjarval af einum alræmdasta aftökustað landsins, Drekkingarhyl í Öxará. Bergþór tekur einnig þátt í haustsýningu Listasafnsins á Akureyri sem stendur til 18. október 2015.
Bergþór Morthens er fæddur árið 1979. Hann stundaði nám í Myndlistaskólanum á Akureyri á árunum 2001-2004 og mastersnám við Valand listaakademíuna í Gautaborg 2013-2015. Bergþór hefur unnið ötullega að list sinni og haldið bæði einka- og samsýningar, jafnt hér á landi sem erlendis. Bergþór segir í samtali við Héðinsfjörð.is að þessi verk séu unninn á Íslandi eftir að hann lauk mastersnámi ytra.
En hvaðan fær Bergþór þennan innblástur fyrir verkin?
“Innblásturinn kemur eins og svo oft áður úr samfélagslegum málefnum sem ég vil tjá mig um í gegnum myndlistina mína“. – Segir Bergþór Morthens við Héðinsfjörð.is