Önnur umferð í Bergmótaröðinni í golfi á Siglógolf fór fram síðastliðinn miðvikudag. Það tóku 18 kylfingar þátt í þessu móti sem var jafnt og spennandi í efri hlutanum.

Mótaröðin verður skipt upp í tvo flokka í sumar.
Punktakeppni með forgjöf
A flokkur: 0 til 28,0 í forgjöf
B flokkur: 28,1 til 54 í forgjöf

Heildarúrslit:

Þorsteinn Jóhannsson var í 1. sæti með 21 punkt en hann keppir A flokki.

Árni Skarphéðinsson var í 2. sæti með 20 punkta en hann keppir í B flokki

Ása Guðrún Sverrisdóttir var í 3. sæti með 19 punkta, en hún keppir í B flokki.

Úrslit.
Forgjöf.