Byggingafélagið Berg sem fékk úthlutaðum lóðum fyrir rað- og parhúsum á Eyrarflöt á Siglufirði hafa nú sótt um byggingarleyfi á þessum lóðum við Eyrarflöt 11-13 en þar er gert ráð fyrir parhúsi og Eyrarflöt 22-28 þar sem gert er ráð fyrir raðhúsi.
Húsin eru hönnuð af Þórði K. Gunnarssyni hjá Stoð verkfræðistofu. Drög að aðaluppdráttum hafa verið skilað inn til Fjallabyggðar.
Þá hefur Fjallabyggð tilkynnt að lóð við Eyrarflöt 30-38 á Siglufirði sé nú laus þar sem gögnum var ekki skilað inn á réttum tíma.
Það eru eflaust margir sem bíða spenntir eftir nýju húsnæði á Siglufirði og verður áhugavert að sjá framgang þessa verkefnis og á hvaða verði þessi hús munu koma á markaðinn.