Tvö tilboð bárust í viðbyggingu og endurbætur á leikskólanum Leikskálum á Siglufirði. Berg ehf og Tréverk ehf skiluðu inn tilboðum og frávikstilboðum sem voru nokkuð lægri og miðuðust við lengri verktíma en var uppgefinn í útboðsgögnum. Bæjarráð Fjallabyggðar hefur samþykkt að ganga til samninga um frávikstilboð við Berg ehf sem var lægstbjóðandi í verkið.
Tilboðin:
Berg ehf 145.357.000 – 118,6% af kostn.áætlun.
Tréverk ehf 166.136.077 – 135,6% af kostn.áætlun.
Kostnaðaráætlun 122.519.995.
Frávikstilboð miðað við lengdan verktíma:
Berg ehf 127.551.000 miðað við skil á verki 10.10.2016 – 104,1% af kostn.áætlun.
Tréverk ehf 137.513.531 miðað við skil á verki 15.11.2016 – 112,2% af kostn.áætlun.
Í útboðsgögnum var gert ráð fyrir verklokum 15.08.2016.