Berg bauð lægst í endurbætur búningsklefa íþróttamiðstöðvar á Siglufirði

Tvö tilboð bárust í verkefnið um endurbætur á búningsklefa Íþróttamiðstöðvar Fjallabyggðar á Siglufirði, þegar Fjallabyggð opnaði nýverið tilboðin, en um er að ræða aðstöðu fyrir fatlaða. L7 ehf. bauð tæplega 31 milljón í verkið og Berg ehf. bauð rúmlega 27,2 milljónir. Kostnaðaráætlun hljóðaði upp á kr. 26.762.000.  Bæjarráð Fjallabyggðar hefur samþykkt að taka tilboði Berg ehf í verkið, sem er jafnframt læstbjóðandi.

Eftirfarandi tilboð bárust:

  • L7 ehf kr. 30.999.445
  • Berg ehf kr. 27.297.361