Berg bauð best í breytingar á Skálarhlíð á Siglufirði

Berg Byggingafélag bauð lægst í breytingar á húsnæði Skálarhlíðar, dagþjónustu aldraðra í Fjallabyggð en tilboð bárust frá þremur aðilum. Bæjarráð Fjallabyggðar hefur ákveðið að semja við Berg um breytinar á 3. hæð í Skálarhlíð á Siglufirði.

  • Byggingafélagið Berg ehf. bauð 5.760.000 kr. sem er 82,9 % af kostnaðaráætlun.
  • ÓHK Trésmíðar ehf. bauð 6.800.925 kr. sem er 97,8 % af kostnaðaráætlun.
  • GJ Smiðir ehf. bauð 7.458.929 kr. sem er 107,3 % af kostnaðaráætlun.
  • Kostnaðaráætlun hljóðaði upp á 6.951.031 kr.