Golfmótið Benecta open fer fram á Siglógolf, sunnudaginn 18. ágúst. Leiknar verða 18. holur í Texas scramble. Ræst verður út frá öllum teigum kl. 10:00. Nú þegar hafa 32 kylfingar skráð sig til leiks á mótið en skráningu lýkur í dag. Verðlaun verða veitt fyrir 1.-3. sætið, fyrir lengsta höggið á 8. braut auk nándarverðlauna par 3 brautum. Allir sem taka þátt í mótinu fá teiggjöf upp í golfskálanum.
Myndir með fréttinni eru teknar fyrr í sumar.