Fjölmargir Norðlendingar hyggjast fljúga beint frá Akureyri til Tenerife í dag og skreppa í smá hita. Um er að ræða beint flug með vél Icelandair. Áætlað er að vélin fari í loftið kl. 10:10 frá Akureyri.

Í gær minnti veturinn á sig þegar Flugvallarþjónustan á Akureyrarflugvelli þurfti að fara út og hreinsa flugbrautina.

Innanlandsflugið var einnig á sínum stað í morgun þegar Dash-8 vélin fór til Reykjavíkur.