Fyrsta flug Svissneska flugfélagsins Edelweiss frá Akureyrarflugvelli var í nótt, en félagið flýgur vikulega milli Akureyrar og Zürich frá 8. júlí til 18. ágúst.
Farþegar geta líka flogið frá Sviss til Akureyrar og heim frá Keflavík á einum miða. Félagið tekur svo aftur upp þráðinn næsta vetur með einu flugi í viku frá 4. febrúar til 10. mars 2023.
Vélin lenti á Akureyri í gærkvöldi kl. 23:50 og var flugtíminn aðeins 3:30 klst. Flugfélagið notast við Airbus vélar, A320.
Vélin flaug svo til baka til Sviss skömmu eftir miðnætti.