Beint flug milli Akureyrar og Keflavíkur hættir
Frá og með 15. maí 2018 hættir flugfélagið Air Iceland Connect að fljúga milli Akureyrar og Keflavíkur. Að meðaltali er flogið fimm til sex sinnum í viku frá Akureyri til Keflavíkur til að ná morgunfluginu frá Keflavík. Þetta er samkvæmt vetraráætlun flugfélagsins. Of lítil eftirspurn og lág sætanýting er ástæðan fyrir þessu en illa hefur tekist að ná til erlendra ferðamanna í þetta flug. Akureyringar hafa verið í meirihluta af þeim sem nýtt hafa sér þessar ferðir. Vefurinn Túristi.is greindi fyrst frá þessu.
Flugið er eingöngu ætlað þeim sem að eru á leið í og úr millilandaflugi í Keflavík og geta farþegar sem nýta sér þessa þjónustu því ferðast alla leið frá Akureyri til endanlegs áfangastaðar.