Bauð lægst í gerð göngustíga við Ólafsfjarðarvatn

Þrír aðilar buðu í verk vegna gerð göngustíga suður með Ólafsfjarðarvatni í Fjallabyggð. Kostnaðaráætlun var 4.045.000 kr. Lægstbjóðandi var Smári ehf. en hann bauð 3.466.490 kr. í verkið. Fjallabyggð hefur samþykkt að taka tilboði Smára ehf. í verkið.

Eftirfarandi aðilar buðu í verkið:

Magnús Þorgeirsson 4.155.000,-
Smári ehf. 3.466.490,-
Sölvi Sölvason 5.486.000,-
Kostnaðaráætlun 4.045.000,-