Bátur Norðursiglingar á Húsavík losnaði frá bryggju

Bátur Norðursiglingar, Salka, losnaði frá bryggjunni á Húsavík og rak upp í fjöru við ósa Búðarár.  Salka er einungis skrokkurinn sem stendur en ætlunin er að gera bátinn upp.

Ekki er talið að neitt tjón hafi orðið, og verður Salka tekin aftur á flot eftir hátíðar þar sem hún liggi ekki undir skemmdum.

Heimild: www.640.is