Árlegt bátasmíðanámskeið Síldarminjasafnsins á Siglufirði verður haldið vikuna 10. – 14. október næstkomandi og geta áhugasamir skráð sig með því að senda tölvupóst á netfangið anita@sild.is eða hringja í síma 467 1604.
Námskeiðið er ætlað iðnnemum, safnmönnum og öðrum áhugamönnum um bátavernd og verður unnið að viðgerðum gamalla súðbyrðinga í Gamla Slippnum. Hafliði Aðalsteinsson bátasmiður og heiðursiðnaðarmaður ársins 2020 sér um kennslu en Hafliði hefur áralangra reynslu af nýsmíði trébáta sem og viðgerðum gamalla.
