Bátasmíðanámskeið á Siglufirði

Dagana 4. – 8. júlí fer fram Norræn Strandmenningarhátíð á Siglufirði.  Hátíðinni er ætlað að vekja athygli á strandmenningu í allri sinni fjölbreytni og kynna fyrir almenningi. Meðal þess sem á dagskrá verður er bátasmíðanámskeið undir handleiðslu Hafliða Aðalsteinssonar bátasmiðs úr Breiðafirði og Einars Borgfjörd bátasmiðs frá Noregi.

Kennsla fer fram í Gamla Slippnum á Siglufirði. Unnið verður að viðgerð eldri báta sem og nýsmíði á norskum súðbyrðingi. Kennt verður föstudaginn 5. júlí frá kl. 13:00 – 18:00 og laugardaginn 6. júlí frá kl. 10:00 – 18:00.

Þátttaka er að kostnaðarlausu en skráningu þarf að tilkynna Anitu Elefsen, safnstjóra Síldarminjasafnsins, í síma 865 2036 eða með tölvupósti á netfangið: anita@sild.is.