Bás bauð lægst í verkefni vegna umferðaröryggi við Leikskóla Fjallabyggðar

Í nýlegu útboði hjá Fjallabyggð vegna umferðaröryggis við Leikskóla Fjallabyggðar á Siglufirði og í Ólafsfirði bárust nokkur tilboð, en  um tvö aðskilin verkefni er um að ræða.
Bás bauð lægst í bæði tilboðin og voru um 1 milljón undir kostnaðaráætlun. Smári ehf, Bás ehf og Sölvi Sölvason buðu allir í verkið í Ólafsfirði. Bás ehf og Sölvi Sölvason buðu báðir í verkið á Siglufirði. Bæjarráð Fjallabyggðar samþykkti bæði tilboðin frá Bás ehf, sem var jafnframt lægstbjóðandi. Bæjarstjóri Fjallabyggðar mun undirrita verksamninga við Bás ehf vegna verkanna.
Verkið felst m.a. í upprifi á yfirborðsefnum, malbikun, gerð hellulagðra upphækkana, uppsetningu skilta, málun/mössun yfirborðsmerkinga og gerð steyptra stétta. Einnig þarf að færa niðurföll.
Eftirfarandi tilboð bárust vegna vinnu í Ólafsfirði:

Smári ehf. 9.620.000,-

Bás ehf. 7.183.015,-

Sölvi Sölvason 9.988.463,-

Kostnaðaráætlun 8.150.500,-

Eftirfarandi tilboð bárust vegna vinnu  á Siglufirði:

Bás ehf. 6.868.661,-

Sölvi Sölvason 9.378.745,-

Kostnaðaráætlun 7.860.500,-