Bás bauð lægst í útivistar- og tjaldsvæði á Siglufirði

Fyrirtækið Bás ehf. bauð lægst í lokuðu útboði í tengslum við útivistar- og tjaldsvæði á Leirutanga í Siglufirði.  Kostnaðaráætlun við verkið er 29.082.500 kr. Bæjarráð Fjallabyggð hefur samþykkt að taka tilboði lægstbjóðenda í verkið.
Eftirfarandi tilboð bárust:
Smári ehf kr. 31.716.900,-
Sölvi Sölvason kr. 29.980.000,-
Bás ehf kr. 27.453.000,-

medium_150213_leirutangi_lysing