Bás bauð lægst í göngustíga við Ólafsfjarðarvatn

Fjallabyggð óskaði á dögunum eftir tilboðum í gerð göngustíga við Ólafsfjarðarvatn. Þrír aðilar skiluðu inn tilboðum og voru tvö þeirra undir kostnaðaráætlun, sem var 5.508.500 kr. Bás bauð tæplega 4,9 milljónir í verkið og semur því Fjallabyggð við fyrirtækið sem lægstbjóðenda.

 

Niðurstöður eru eftirfarandi:
Bás ehf. kr. 4.924.800
Smári ehf. kr. 5.121.150
Sölvi Sölvason kr. 5.782.100
Kostnaðaráætlun kr. 5.508.500