Bás bauð lægst í endurnýjun á fráveitu á Siglufirði

Fjallabyggð hefur opnað fyrir tilboð sem bárust í verkið vegna endurnýjunar á fráveitu á Norðurgötu og Vetrarbraut á Siglufirði. Tvö tilboð bárust í verkið og voru bæði rétt yfir kostnaðaráætlun. Tilboð frá Bás var það lægsta og samþykkti bæjarráð Fjallabyggðar að taka því tilboði í verkið. Sölvi Sölvason bauð einnig í verkið en var  aðeinsrúmum 165 þúsund krónum yfir tilboði Báss.

Eftirfarandi tilboð bárust :
Bás ehf. 11.801.962
Sölvi Sölvason 11.965.700
Kostnaðaráætlun 11.599.000