Bás bauð lægst í dælubrunna í Fjallabyggð

Bás ehf bauð lægst í verkið Siglufjörður, Fráveita 2016, yfirfalls- og dælubrunnur við Aðalgötu, útrás neðan Aðalgötu, yfirfalls og dælubrunnur við Norðurtún, en tilboð voru opnuð þann 2. apríl síðastliðinn.  Kostnaðaráætlun var kr. 36.602.600, en Bæjarráð Fjallabyggðar hefur lagt til að samið verði við lægstbjóðenda.

Tilboðin sem bárust voru:
  • Árni Helgason ehf. bauð kr. 49.821.408
  • Bás ehf. kr. 37.862.304

    Siglufjörður