Það hefur verið ansi slæmt veður á Siglufirði í nokkra daga og ýmis hús orðið fyrir skemmdum. Steingrímur Kristinsson var á svæðinu og tók nokkrar myndir sem hann birtir á síðu sinni www.sk21.is. Húsið við Túngötu 39 á Siglufirði missti nokkrar bárujárnsplötur en björgunarsveitarmenn náðu að tjóðra niður lausum plötum til að halda við. Fleiri janúar myndir frá Siglufirði sem Steingrímur tók má sjá hér.

Túngata 39

Túngata 39, Siglufirði.

Ljósmyndir tók Steingrímur Kristinsson á Siglufirði. www.sk21.is