Barokkhátíð að Hólum í júní

Nú er um að gera að taka frá síðustu dagana í júní og merkja þá Barokkhátíð á Hólum. Hátíðin verður glæsilegri en nokkru sinni. Fyrstu dagskrárdrögin eru að verða tilbúin til birtingar en nefna má hefðbundna hluti eins og dansnámskeið Ingibjargar Björnsdóttur, Jón Þorsteinsson verður með söngnámskeið, þrennir hádegistónleikar verða á hátíðinni og einn af hápunktunum verður vígsla nýs virginals sem Barokksmiðjan eignast senn.

Hátíðin stendur dagana 27. júní -30. júní 2013 að Hólum í Hjaltadal.

Heimasíðu hátíðarinnar má finna hér.